Umfangsmikil kannabisræktun á Suðurnesjum

Kannabisplönturnar sem gerðar voru upptækar í gær
Kannabisplönturnar sem gerðar voru upptækar í gær Af vef lögreglunnar

Fíkniefnadeild lögreglunnar á Suðurnesjum stöðvaði í gær umfangsmikla kannabisræktun í  heimahúsi á Suðurnesjum.  Við húsleitina var lagt hald á um 200 kannabisplöntur á ýmsum ræktunarstigum. 

Einnig var lagt hald á búnað til ræktunar.  Húsráðandinn var handtekinn á staðnum og við yfirheyrslu viðurkenndi hann  ræktunina og telst málið upplýst.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert