Á annan tug þúsunda verða án vinnu

Útlit er fyrir að atvinnuleysið mælist 7,5%.
Útlit er fyrir að atvinnuleysið mælist 7,5%. mbl.is/Ómar

„Yfirleitt dregur úr atvinnuleysi yfir sumarmánuðina, en svo eykst það aftur með haustinu, meðal annars vegna árstíðarsveiflu. Gera má ráð fyrir því að atvinnuleysi verði um 0,6%-0,8% minna í haust en haustið 2010.“

Þetta segir Friðrik Friðriksson, hagfræðingur hjá Vinnumálastofnun, spurður um horfur í atvinnumálum á landinu með haustinu.

„Gera má ráð fyrir því að atvinnuleysið verði nálægt 7,5% að meðaltali í ár og því 0,6 prósentustigum minna en síðasta ár. Síðustu 12 mánuði frá júlí í fyrra og fram í júní í ár var meðalfjöldi atvinnulausra um 12.700 eða að meðaltali 7,8%,“ segir Friðrik í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Má í þessu samhengi rifja upp þau ummæli Gissurar Péturssonar, forstjóra Vinnumálastofnunar, frá því í vor að ekki hafi sést jafn mikið atvinnuleysi á Íslandi og í jafn langan tíma síðan í kjölfar kreppunnar miklu 1929.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka