„Brjáluð blíða á Dalvík“

Ungir sem aldnir borða fisk á Dalvík.
Ungir sem aldnir borða fisk á Dalvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi

„Það er brjáluð blíða á Dalvík. Þetta er ellefta árið í röð sem er sólskin á Fiskideginum mikla,“ segir Júlíus Júlíusson framkvæmdastjóri Fiskidagsins. Hann segir allt ganga mjög vel og mikil ánægja sé með daginn.

Talið er að um 34 þúsund manns hafi komið á Fiskidaginn í fyrra, en Júlíus segir að færri sæki Dalvíkinga heim að þessu sinni. Hann kvartar hins vegar ekki undan aðsókninni og segir að bærinn sé „smekkfullur“.

Fjölmargir viðburðir eru á Dalvík alla helgina, en Fiskideginum lýkur formlega kl. 17. Í kvöld kl. 23 hefst bryggjusöngur undir stjórn Matta Matt, sem lofar að hann verði í góðum gír. Kl. 23:30 verður síðan Fiskidagsflugeldasýning í boði Samherja.

Góður biti á Dalvík.
Góður biti á Dalvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi
Margt er um manninn á Dalvík.
Margt er um manninn á Dalvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert