„Brjáluð blíða á Dalvík“

Ungir sem aldnir borða fisk á Dalvík.
Ungir sem aldnir borða fisk á Dalvík. Ljósmynd/Hilmar Bragi

„Það er brjáluð blíða á Dal­vík. Þetta er ell­efta árið í röð sem er sól­skin á Fiski­deg­in­um mikla,“ seg­ir Júlí­us Júlí­us­son fram­kvæmda­stjóri Fiski­dags­ins. Hann seg­ir allt ganga mjög vel og mik­il ánægja sé með dag­inn.

Talið er að um 34 þúsund manns hafi komið á Fiski­dag­inn í fyrra, en Júlí­us seg­ir að færri sæki Dal­vík­inga heim að þessu sinni. Hann kvart­ar hins veg­ar ekki und­an aðsókn­inni og seg­ir að bær­inn sé „smekk­full­ur“.

Fjöl­marg­ir viðburðir eru á Dal­vík alla helg­ina, en Fiski­deg­in­um lýk­ur form­lega kl. 17. Í kvöld kl. 23 hefst bryggju­söng­ur und­ir stjórn Matta Matt, sem lof­ar að hann verði í góðum gír. Kl. 23:30 verður síðan Fiski­dags­flug­elda­sýn­ing í boði Sam­herja.

Góður biti á Dalvík.
Góður biti á Dal­vík. Ljós­mynd/​Hilm­ar Bragi
Margt er um manninn á Dalvík.
Margt er um mann­inn á Dal­vík. Ljós­mynd/​Hilm­ar Bragi
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert