Fyrirheitið var slegið af

Stórframkvæmdir í vegagerð hafa verið slegnar af.
Stórframkvæmdir í vegagerð hafa verið slegnar af. mbl.is/Golli

Áformaðar stórframkvæmdir í vegagerð á Suðvesturlandi, m.a. með breikkun Suðurlands- og Vesturlandsvegar, hafa nú í annað sinn á tveimur árum verið slegnar út af borðinu vegna andstöðu við veggjöld.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að starfshópur stjórnvalda og ASÍ og Samtaka atvinnulífsins, sem skipaður var í tengslum við gerð kjarasamninga í byrjun maí, og finna átti útfærslur á fjármögnun þessara framkvæmda, hefur ekki leitað annarra leiða til fjármögnunar. Hópurinn hefur ekki komið saman frá því að tveir fundir voru haldnir í byrjun sumars eftir að ríkisstjórnin gaf út yfirlýsingu sína.

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra lýsti þá þegar andstöðu sinni við hugmyndir um innheimtu vegtolla og sagði í samtali í gær að það hefði komið mjög skýrt fram að almenningur væri andvígur því að vegtollar yrðu teknir upp til að greiða niður kostnað við þessar framkvæmdir. Þetta væri því ekki lengur inni í myndinni.

Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, segir að innanríkisráðherra hafi slegið þessar hugmyndir af og ljóst sé orðið að Ögmundur muni ekki taka þátt í að vinna þær áfram. „Hann stöðvaði þetta algjörlega,“ segir Vilhjálmur „Við erum mjög ósáttir við þetta því við töldum að það væri vilji ríkisstjórnarinnar að þetta næði fram að ganga enda búið að tala um þetta mál frá því sumarið 2009.“


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert