Norðaustanátt, 5-10 m/s, verður á landinu með morgninum, skýjað með köflum og úrkomulítið. Léttir til um landið vestanvert þegar líður á daginn. Hiti 12 til 20 stig, hlýjast vestanlands, en mun svalara úti við norður- og austurströndina.
Á höfuðborgarsvæðinu verður hæg austlæg átt eða breytileg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, en léttir til síðdegis. Hiti 15 til 20 stig að deginum.
Um 600 km suður af Reykjanesi er 999 mb lægð, sem þokast vestsuðvestur, en skammt norðaustur af Hjaltlandi er önnur álíka lægð á norðurleið. Suður af Hvarfi er 1026 mb hæð og hæðarhryggur er yfir Grænlandi.
Á morgun, sunnudag, og mánudag er útlit fyrir norðlæga átt, 5-10 m/s, hvassast austantil. Skýjað norðan- og austanlands og þokuloft úti við sjóinn, hiti 7 til 12 stig. Annars víða léttskýjað og hiti 10 til 18 stig, en stöku sídegisskúrir sunnantil.
Klukkan þrjú í nótt var norðaustan- og austanátt á landinu, 5-13 m/s. Rigning eða súld á köflum og hiti 7 til 14 stig, svalast við austurströndina.