Úr öskunni í eldinn

Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur.
Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Guðmundur Rúnar Guðmundsson

„Ekki er ósenni­legt að hér glitti í „tyr­anny of the maj­o­rity“, sem er helsti áhættuþátt­ur beins lýðræðis og ein­kenni nets­ins,“seg­ir Hauk­ur Arnþórs­son stjórn­sýslu­fræðing­ur, en hann gagn­rýn­ir harðlega til­lög­ur Stjórn­lagaráðs að nýju kosn­inga­kerfi.

 Hauk­ur Arnþórs­son skrif­ar í grein sinni í Morg­un­blaðinu í dag að öll­um megi vera ljóst að staða al­menn­ings á Íslandi sé mis­jöfn og nefn­ir sem dæmi að laun á lands­byggðinni séu að meðaltali um helm­ingi lægri en á Reykja­vík­ur­svæðinu og að mennt­un­ar­mun­ur sé mjög mik­ill en mennt­un sé lyk­il­breyta í nú­tíma­sam­fé­lög­um. 

Seg­ir hann að eign­astaða al­menn­ings á lands­byggðinni sé miklu veik­ari en á höfuðborg­ar­svæðinu enda séu skatt­tekj­ur hvers ein­stak­lings til sveit­ar­fé­laga lág­ar miðað við höfuðborg­ar­svæðið. 

Hauk­ur tel­ur að Stjórn­lagaráð hafi blandað sam­an jöfnu vægi at­kvæða við kjör­dæm­a­mál en það séu í raun ger­ólík mál. 

„Kjör­dæma­kerfi eru meðal ann­ars mynduð til að tryggja að íbú­ar sem búa við fé­lags­lega ólík skil­yrði eft­ir bú­setu haldið hlut sín­um við sam­fé­lags­lega ákv­arðana­töku,“ seg­ir Hauk­ur.

Hauk­ur seg­ir að sam­kvæmt til­lög­um ráðsins og ef Alþingi heim­il­ar að setja há­marks­kvóta á kjör­dæma­kjörna þing­menn geti komið til þess í versta til­felli að kjós­end­ur norðvest­ur-, norðaust­ur-, og suður­kjör­dæma fái 15 þing­menn en Reykja­vík og Krag­inn 48 þing­menn. Jafnt vægi þýði á hinn bóg­inn að 23 þing­menn komi frá lands­byggðar­kjör­dæmun­um þrem­ur og 40 þing­menn frá Reykja­vík og Krag­an­um sam­an­lagt.  

„Stjórn­lagaráði hef­ur ein­fald­lega orðið á í mess­unni í til­lögu­gerð sinni,“ seg­ir Hauk­ur.

„Það má hugsa sér að það brjóti gegn Evr­ópu­regl­um, sem eru ákveðnar varðandi rétt „rural“ svæða og einnig er hugs­an­legt að slík­ar kosn­ing­ar séu kær­an­leg­ar til alþjóðlegra dóm­stóla,“ seg­ir Hauk­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert