Ísland var baðað sól í dag, en hiti fór yfir 20 stig á Suðurlandi. Heitast var á Þingvöllum þar sem hiti fór í 22 stig. Gervitunglamynd sýnir að landið var nær skýlaust í dag.
Heitt var líka á hálendinu og fór hiti í Vatnsfelli upp í tæplega 18 gráður. Veðurstofan spáir hlýju og góðu verði fram eftir vikunni, en á fimmtudag eða föstudag eru líkur á að fari að rigna.