Mikil umræða um orð Páls Óskars

Páll Óskar Hjálmtýsson
Páll Óskar Hjálmtýsson mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um­mæli sem Páll Óskar Hjálm­týs­son tón­list­armaður lét falla í viðtali við RÚV eft­ir Gleðigöng­una í gær hafa vakið mikl­ar umræður á net­inu og sitt sýn­ist hverj­um.

Páll Óskar tók þátt í Gleðigöngu Hinseg­in daga í gær og skemmti gest­um við Arn­ar­hól við mik­inn fögnuð áheyr­enda. Hann ræddi við RÚV um gleðigöng­una og sagði að hún sner­ist ekki leng­ur bara um rétt­inda­mál sam­kyn­hneigðra.

„Mér finnst gay-pri­de-hátíðin vera löngu kom­in út fyr­ir það að vera bara ein­hver hátíð vegna mann­rétt­inda­bar­áttu sam­kyn­hneigðra. Þetta er hátíð fyr­ir alla þá sem láta sig lág­marks­mann­rétt­indi ein­hverju varða. Alla þá sem eru orðnir leiðir á hatr­inu og níðinu - inni á net­inu, öll­um ógeðslegu komm­ent­un­um sem hægt er að segja um alla minni­hluta­hópa.

Það er engu lík­ara en sá eini sem fær að vera í friði í þess­um heimi sé hvít­ur straig­ht karl­maður í jakka­föt­um, hægris­innaður og á pen­inga. Og stund­um er þessi karl­maður með Bibl­í­una í ann­arri hendi og byss­una í hinni. Allt annað má kalla ein­hverj­um nöfn­um. Allt annað er hægt að upp­nefna: „Hel­vít­is femín­isti, hel­vít­is kell­ing­ar, hel­vít­is homm­ar, hel­vít­is þið, bla, bla!“ Þannig að út með kven­fyr­ir­litn­ing­una, út með fyr­ir­litn­ingu á öðrum kynþátt­um, öðru fólki sem er af ann­arri stöðu og stétt en þú. Við eig­um öll að sitja við sama borð. Og til þess er þessi dag­ur. Við verðum að gera þetta einu sinni á ári. Við meg­um ekki sofna á verðinum.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert