Sést í dekkið á rútunni

Rútan út í Blautulónum.
Rútan út í Blautulónum. Ljósmynd/Oddur Eiríksson

Aðeins sést í eitt dekk á rút­unni sem valt út í Blautu­lón í gær. Farþeg­arn­ir, sem all­ir sluppu ómeidd­ir voru í Vík í nótt, en þeir voru í áfalli eft­ir at­b­urði gær­dags­ins.

Rauði kross­inn í Vík tók á móti fólk­inu í gær­kvöldi og lét það fá þurr föt, en all­ur far­ang­ur þess var í rút­unni. Jafn­framt var fólk­inu gefið tæki­færi til að hringja heim til Tékk­lands, en all­ir í rút­unni voru frá Tékklandi.

Ell­efu af þeim 22 sem voru í hópn­um voru á bakk­an­um þegar rút­an valt. Hinir voru í rút­unni. Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins voru þeir sem voru á bakk­an­um að taka mynd­ir af rút­unni þegar hún ók í vatnið, en veg­ur­inn ligg­ur að hluta til ofan í lón­inu. Fólkið horfði á rút­una hverfa ofan í lónið.

Björgunarsveitamaður við lónið, dekk rútunnar í baksýn, sést vel hversu …
Björg­un­ar­sveitamaður við lónið, dekk rút­unn­ar í bak­sýn, sést vel hversu langt úti hún er. Ljós­mynd/​Odd­ur Ei­ríks­son
Ljós­mynd/​Odd­ur Ei­ríks­son
Björgunarsveitarmenn við Blautulón.
Björg­un­ar­sveit­ar­menn við Blautu­lón. Ljós­mynd/​Odd­ur Ei­ríks­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert