„Þau voru mjög heppin“

Eins og sjá má er grunnt við bakka lónsins, en …
Eins og sjá má er grunnt við bakka lónsins, en lónið sjálft er djúpt. Ljósmynd/Oddur Eiríksson

„Þau voru mjög hepp­in,“ seg­ir Helga Þor­bergs­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ur í Vík, sem hef­ur ásamt fleir­um tekið þátt í að hlúa að Tékk­un­um sem lentu ofan í Blautu­lóni í gær. Hóp­ur­inn hef­ur ekki ákveðið fram­hald ferðalags­ins, en sam­kvæmt ferðaplan­inu átti hann að fara heim í vik­unni.

Ferðamenn­irn­ir gistu í nótt á hót­el­um í og við Vík. Far­ar­stjóri var í morg­un að ræða við farþega um næstu skref. Í hópn­um eru 22 ein­stak­ling­ar á ýms­um aldri, m.a. hjón með tvö börn.

Kafar­ar köfuðu niður að rút­unni í gær­kvöldi og björguðu far­angri fólks­ins í land, en rút­an sjálf ligg­ur enn á botni lóns­ins.

Rauði kross­inn í Vík opnaði fjölda­hjálp­ar­stöð í gær og út­vegaði ferðamönn­un­um þurr föt. Helga sagði að blautu föt­in hefðu verið þveg­in og þurrkuð í gær­kvöldi og þeim síðan verið skilað í morg­un.

Helga sagði að fólk­inu hefði verið boðin lækn­isaðstoð og reynt hefði verið að hlúa að því eins og hægt var.

Lög­regl­an á eft­ir að ljúka rann­sókn á óhapp­inu og mun í dag ræða bet­ur við bíl­stjóra og far­ar­stjóra hóps­ins.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert