Vél á leiðinni að sækja farþegana

Iceland Express.
Iceland Express.

Leigu­vél er á leið til In­ver­ness í Skotlandi til að sækja farþega Ice­land Express, en vél sem þeir voru í milli­lenti þar af ör­ygg­is­ástæðum fyrr í dag. Um borð í vél­inni voru 146 farþegar og áhöfn.

Í frétta­til­kynn­ingu frá fé­lag­inu seg­ir að farþeg­arn­ir hafi fengið reglu­leg smá­skila­boð um stöðu mála og nóg­an mat og drykk meðan þeir hafa þurft að bíða.


Ákveðið var að senda leigu­vél eft­ir farþeg­un­um í stað þess að láta þá bíða eft­ir að flug­virkj­ar yf­ir­færu vél­ina. Reiknað er með að leigu­vél­in fari frá In­ver­ness um klukk­an 21:00 að staðar­tíma. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka