„Ekki eins svakalegt“ og veðurspá gefur til kynna

Við Lagarfljót. Markaðsstofa Austurlands vill fleiri veðurstöðvar.
Við Lagarfljót. Markaðsstofa Austurlands vill fleiri veðurstöðvar.

„Bæði Íslendingar og í vaxandi mæli erlendir ferðamenn ferðast að miklu leyti eftir veðurspá,“ segir Ásta Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands.

Í umfjöllun um ferðamennsku á Austurlandi í Morgunblaðinu í dag bendir Ásta á  það, að staðbundin veðurspá Veðurstofu Íslands fyrir Austurland hafi í sumar oft verið í miklu ósamræmi við það veður sem var.

Sökum þess hafi spáin því haft neikvæð áhrif á ferðamannaþjónustu á svæðinu og nefnir Ásta um þriðjungsfækkun ferðamanna á sumum áningarstöðum á Austurlandi í sumar. Þó veður hafi almennt verið slæmt í júní hafi júlí verið fjarri því að vera slæmur. Og frá miðjum júlí og fram að verslunarmannahelgi hafi veðrið verið ótrúlega gott, að sögn Ástu. Það hafi hins vegar ekki komið fram í sjálfvirkum veðurspám Veðurstofunnar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka