Þingmannahópur stjórnarflokkanna, sem vinnur nú að undirbúningi fjárlaga, hefur ekki lagt til hækkun á virðisaukaskatti á matvæli. Þetta kemur fram á vefsíðu RÚV.
Þetta er haft eftir Oddnýju G. Harðardóttur, formanni fjárlaganefndar Alþingis, eftir sameiginlegan þingflokksfund stjórnarflokkanna í kvöld.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að fundi loknum að loka þyrfti 40-45 milljarða króna fjárlagagati. Ljóst væri að það yrði ekki gert á næsta ári, heldur yrði reynt að gera það á næstu tveimur árum.