Eyjabörn fá frítt í sund

Vestmannaeyjar.
Vestmannaeyjar. mbl.is/GSH

Börn og unglingar í Vestmannaeyjum fá frítt í sund, en önnur börn greiða  150 krónur.  Bæjarstjórinn segir íbúa bæjarins standa undir þjónustunni með útsvarsgreiðslum.

Frá þessu segir á fréttavefnum Eyjar.net.

Þar segir að allir íbúar Vestmannaeyja, sem eru 18 ára og yngri fái frítt í sundlaugar bæjarins. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segir þar að sjálfsagt sé að börn útsvarsgreiðenda í bænum fái að njóta þess að bæjarbúar standi undir sundlauginni.

Frétt Eyjar.net

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert