Aðalsteinn Á. Baldursson, formaður Framsýnar, fagnar yfirlýsingum forsætisráðherra í morgun þess efnis að ekki séu uppi áform um að leggja matarskatt á almenning.
Aðalsteinn segist hafa heimildir fyrir því að ríkisstjórnin hafi haft það til skoðunar.
Kemur þetta fram á heimasíðu Framsýnar stéttarfélags.
Með ummælum forsætisráðherra í morgun eru áðurnefnd áform slegin út af borðinu. Kemur jafnframt fram á heimasíðu Framsýnar að þverpólitísk samstaða hafi verið um að stuðla ekki að hækkunum á matvælum með frekari álögum.
Aðalsteinn segir skattbyrði á launþega nú þegar vera fyrir ofan öll þolmörk, einkum hjá barnmörgum fjölskyldum og tekjulágu fólki.