Langferðabíllinn kominn á þurrt

Kafari að störfum við Blautulón í morgun.
Kafari að störfum við Blautulón í morgun. Ólöf S. Baldursdóttir

Langferðabíllinn sem sökk ofan í Blautulón með fjölda tékkneskra ferðamanna er kominn á þurrt land. 

Lögreglan á Hvolsvelli fylgdist með aðgerðunum og skoðaði verksummerki á bílnum og hvort eignir væru í honum, eins og til dæmis tölvur, símar og vegabréf.

Belgir sem settir voru undir bílinn voru blásnir upp þannig að hann breyttist í bát og var síðan hífður upp. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert