Lenti í árekstri á hálendinu

Rútan í árekstri við jeppa á Dómadalsleið í fyrra.
Rútan í árekstri við jeppa á Dómadalsleið í fyrra. Magnús Birgisson

Reynt verður að ná trukknum sem valt út í Blautulón upp úr vatninu í dag. Til stóð að reyna það í gær en eftir að aðstæður höfðu verið kannaðar var því frestað þar til í dag.

Trukkurinn lenti einnig í óhappi á hálendinu síðasta sumar. Litlu munaði að hann lenti framan á jeppa á Dómadalsleið í fyrra. Ökumaður jeppans náði að sveigja upp í hlíð þegar hann mætti trukknum á blindhæð en rann svo niður á rútuna.

„Hann kemur æðandi þarna upp úr blindbeygju. Þetta er algerlega blint og jeppinn er í raun á beinum kafla þar til hann kemur í beygjuna. Hann hægir á sér en trukkurinn kom æðandi upp. Hann gat verið miklu lengra hægra megin,“ segir Magnús Birgisson sem var á ferð ásamt hópi af fólki í rútu sem keyrði á eftir jeppanum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert