Margir lifa á mörkunum

Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Jónas Þórisson, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. mbl.is

Jón­as Þóris­son, fram­kvæmda­stjóri Hjálp­ar­starfs kirkj­unn­ar, seg­ir ljóst að verði virðis­auka­skatt­ur á mat­væli hækkaður muni það hafa af­leiðing­ar fyr­ir heim­il­in í land­inu. 

„Mér líst mjög illa á þetta og það mun koma mjög hart niður á þeim sem verst eru sett­ir og berj­ast við að ná end­um sam­an,“ seg­ir Jón­as.

Hann seg­ir brýnt að rík­is­stjórn­in komi með ein­hvern mót­leik verði virðis­auka­skatt­ur­inn hækkaður. Marg­ir af hans skjól­stæðing­um eiga mjög erfitt með að ná end­um sam­an að hans sögn og verði skatt­ur­inn hækkaður í tutt­ugu pró­sent muni það ein­ung­is þyngja róður­inn enn frek­ar.

Að meðaltali eru um það bil fimm þúsund fjöl­skyld­ur á landsvísu sem hafa þegið aðstoð. Inni í þeirri tölu eru ekki ein­ung­is barna­fjöl­skyld­ur held­ur einnig ein­stak­ling­ar og pör.

Jón­as býst við að fá til sín fleiri skjól­stæðinga hækki verðlag á mat­vöru. „Margt af þessu fólki lif­ir al­ger­lega á mörk­un­um.“

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert