Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur haft í nægu að snúast undanfarið við að svara fólki vegna óskilamuna eftir Þjóðhátíð en í ár var óvenjulítið af óskilamunum, samkvæmt dagbók lögreglunnar.
Eins og venjan er vikuna eftir Þjóðhátíð var rólegt hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum og engin alvarleg mál sem upp komu.
Ein kæra liggur fyrir vegna brota á umferðarlögum en um er að ræða kæru á hendur ökumanni sem vanrækti að hafa barn, sem var farþegi í bifreið hans, spennt í tilheyrandi öryggisbúnað.