Slökkvistarf gekk vel

Frá húsbrunanum við Nesveg.
Frá húsbrunanum við Nesveg. mbl.is/ Ernir Eyjólfsson

Vel hefur gengið að slökkva eld í húsi við Nesveg í vesturbæ Reykjavíkur, en tilkynnt var um hann klukkan rúmlega sjö í kvöld. Enginn var í húsinu, fyrir utan einn kött.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var búið að slökkva mesta eldinn klukkan hálf átta í kvöld. „Þá er eftir að reykræsta og þá kemur í ljós hvort eldurinn er kulnaður,“ sagði talsmaður slökkviliðsins.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert