Tvær nauðganir kærðar

Þrjú nauðgunarmál komu á borð lögreglu á höfuðborgarsvæðinu eftir verslunarmannahelgina og hafa tvö þeirra verið kærð. Í þeim málum voru þolendurnir konur á þrítugsaldri og gerendurnir þeim kunnugir. Í málinu sem ekki hefur verið kært var gerð tilraun til að nauðga 17 ára gamalli stúlku á skemmtistað.

Að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, var seinna málið kært í gær og verður haft samband við þann grunaða á næstu dögum. Í hinu málinu var maður handtekinn en honum sleppt að loknum skýrslutökum. Áttu bæði brotin sér stað í heimahúsi.

Í máli yngstu stúlkunnar var það ókunnugur maður sem reyndi að nauðga henni. Hefur málið ekki verið kært og enginn grunaður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert