„Sýnir borgarbúum fádæma vanvirðingu“

Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. .
Sóley Tómasdóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík. . Gunnar Svanberg Skulason

„Þessi áætlun segir fólki ekki neitt. Meirihlutinn sýnir borgarbúum fádæma vanvirðingu með því að leggja þetta plagg fram seint og um síðir og þá þannig að að ekkert mark sé á henni takandi,“ segir Sóley Tómasdóttir borgarfulltrúi og oddviti Vinstri grænna í Reykjavík, um frumvarp að þriggja ára áætlun, um rekstur framkvæmdir og fjármál Reykjavíkurborgar fyrir árin 2012-2014.

Sóley segir áætlunina ekkert segja til um það hvað meirihlutinn hyggst fyrir á næstu þremur árum. Ennfremur segir hún að  áætlunin sé fjölföldun á fjárhagsáætlun ársins 2011.

„Ég hef ekkert um þessa áætlun að segja hún er ekkert annað en ljósrit af fjárhagsáætlun 2011 í þríriti.“

Sóley segir að meirihlutinn sé að gera þetta í flýti og eins illa og hægt sé að komast upp með til að forðast refsiaðgerðir að hálfu ráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert