Gagnrýnir mismun á greiðslum

Berglind gagnrýnir mismun á greiðslum með leikskólabörnum.
Berglind gagnrýnir mismun á greiðslum með leikskólabörnum.

Sá mun­ur sem er á greiðslum Reykja­vík­ur­borg­ar til einka­leik­skóla ann­ars veg­ar og dag­for­eldra hins veg­ar er lík­lega brot á jafn­ræðis­reglu stjórn­ar­skrár­inn­ar. Þetta seg­ir Berg­lind María Krist­ins­dótt­ir, for­eldri tveggja barna á leik­skóla­aldri, sem hef­ur ritað Odd­nýju Sturlu­dótt­ur, for­manni menntaráðs borg­ar­inn­ar, opið bréf.

Berg­lind á barn sem fætt er árið 2010 og ætti und­ir venju­leg­um kring­um­stæðum að fara á leik­skóla nú í haust. Hins veg­ar, vegna þess hversu stór ár­gang­ur­inn á und­an er, seg­ir Berg­lind að Reykja­vík­ur­borg hafi tekið 2010-börn­in út af fjár­hags­áætl­un.

„Þessi ár­gang­ur er bara lát­inn bíða þar til næsta haust og á að nýta dag­for­eldra og einka­rekna leik­skóla. Þetta hef­ur það í för með sér að út­gjöld fjöl­skyldna hækka um tæp­lega 400 þúsund krón­ur yfir árið,“ seg­ir Berg­lind.

Fyr­ir átti Berg­lind annað barn á leik­skóla­aldri og hafði gert ráð fyr­ir að koma hinu á leik­skóla nú í haust. Í staðinn fyr­ir að greiða um það bil 35 þúsund krón­ur á mánuði fyr­ir dag­vist­un fyr­ir tvö börn sér hún nú fram á að þurfa að borga um 71 þúsund krón­ur. Eft­ir árið muni hún því hafa greitt um hálfri millj­ón meira en hún hafði gert ráð fyr­ir.

Hún gagn­rýn­ir þann mikla mun sem er á greiðslum borg­ar­inn­ar vegna einka­rek­inna leik­skóla ann­ars veg­ar og dag­for­eldra hins veg­ar. Þegar börn verði 18 mánaða hækki þess­ar greiðslur mikið. Á einka­rekn­um leik­skóla eru þær 145.980 krón­ur á barn en dag­for­eldr­ar fá 37.000 krón­ur. Mis­mun­ur­inn er því 108.980 krón­ur. 

Ástandið svart

„Í raun og veru er það sem ég fer fram á við borg­ina að setja sömu regl­ur fyr­ir dag­for­eldra og einka­reknu leik­skól­ana og að greiðslur hækki líka til þeirra. Staðan er ansi svört fyr­ir for­eldra í dag. Við vilj­um meina að þetta sé brot á stjórn­ar­skrá og jafn­ræðis­reglu, þessi mun­ur á greiðslum. Jafn­ræðis er ekki gætt í þess­um mál­um,“ seg­ir Berg­lind.

Opið bréf Berg­lind­ar til borg­ar­yf­ir­valda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert