Kostnaður of hár fyrir Veðurstofuna

Egilsstaðaflugvöllur.
Egilsstaðaflugvöllur. mbl.is/Steinunn

Ný­leg­ar niður­stöður rann­sókna Trausta Jóns­son­ar, veður­fræðings hjá Veður­stofu Íslands, sýna að litl­ar breyt­ing­ar hafa orðið á hita síðan veður­stöð var færð frá Eg­ils­stöðum að Eg­ilsstaðaflug­velli.

Niður­stöðurn­ar leiddu í ljós að hiti er aðeins um 0,1 til 0,3 gráðum lægri á sumr­in á Eg­ilsstaðaflug­velli en í bæn­um.

Líkt og greint var frá í Morg­un­blaðinu í gær tel­ur Ásta Þor­leifs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Markaðsstofu Aust­ur­lands, að Eg­ilsstaðaflug­völl­ur liggi í „kulda­polli“ og því sé oft ósam­ræmi milli staðbund­inn­ar veður­spár Veður­stofu Íslands fyr­ir Eg­ilsstaðaflug­völl og þess veðurs sem er á Eg­ils­stöðum. Slíkt ósam­ræmi ætti að verða til að breyt­ing­ar yrðu gerðar á veður­at­hug­un­um.

Að sögn Trausta er ein helsta ástæða þess að ekki hef­ur verið ráðist í breyt­ing­ar á veður­stöðvum á Eg­ils­stöðum kostnaður sem því fylg­ir.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert