Einar Örn Ólafsson, forstjóri Skeljungs, telur ekki óhugsandi að útsöluverð á bensínlítranum muni á næstu mánuðum lækka um 15 til 20 krónur.
„Það kæmi mér ekki á óvart að olían lækkaði í verði til skamms tíma. Við sjáum að eftirspurnin er að snarminnka á Íslandi og gerir það væntanlega víðar,“ segir Einar Örn í umfjöllun um bensínmálin í Morgunblaðinu í dag.
Þá bendir hann á að verð á hrávöru fylgist gjarnan að. Fari svo að bæði olía og eldsneyti lækki í verði geti það komið niður á útflutningsgreinum Íslands. „Þá verður að ætla að verð á raforku fylgi til lengri tíma olíuverðinu. Hveiti fylgir hér með sem og ýmis matvæli og er fiskur þar ekki undanskilinn.“