Reðasafnið til Reykjavíkur

Á reðasafninu á Húsavík.
Á reðasafninu á Húsavík. mbl.is/Hafþór

Síðustu vertíð Reðasafnsins á Húsavík lýkur brátt, en þann 10. september verður húsinu lokað, öllum reðrum pakkað niður og þeir fluttir í ný heimkynni á höfuðborgarsvæðinu.

„Ég er búinn að fá nóg, ég er orðinn gamall,“ segir stofnandi og eigandi safnsins. Sigurður Hjartarson. „Sonur minn tekur við og ætlar að flytja safnið á höfuðborgarsvæðið, væntanlega til Reykjavíkur.“

Sigurður segir ástæðuna ekki vera minnkandi aðsókn og áhuga á safninu, gestum þess hafi þvert á móti fjölgað undanfarna mánuði og þakkar hann það nýjasta safngripnum, sem er reður Páls Arasonar sem ánafnaði safninu þennan hluta líkama síns við andlát sitt.

„Íslendingum hefur fjölgað á safninu og ég geri ráð fyrir að Páll hafi aukið aðsóknina,“ segir Sigurður.

Safnið var opnað í Reykjavík árið 1997, en hefur verið til húsa á Húsavík frá 2004.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert