Fréttaskýring: Stjórnsýsla skorin um 3%

Í fyrradag funduðu þingflokkar Samfylkingar og VG saman í húsakynnum …
Í fyrradag funduðu þingflokkar Samfylkingar og VG saman í húsakynnum VG við Aðalstræti. Glatt var á hjalla í fundarbyrjun. mbl.is/Ernir

Alþing­is­menn ræða nú um 1,5% niður­skurð í vel­ferðar­mál­um á fjár­lög­um 2012, og 3% niður­skurð í stjórn­sýslu al­mennt. Þetta sagði Odd­ný G. Harðardótt­ir, formaður fjár­laga­nefnd­ar, í sam­tali við Morg­un­blaðið í gær, þar sem hún var á för­um milli funda. Hún tók þó skýrt fram að þetta væri ekki fast í hendi, held­ur enn sem komið er aðeins viðmið í umræðum þing­manna og til­laga þing­manna­hóps.

Til sam­an­b­urðar má nefna að þegar fjár­laga­frum­varp þessa árs, 2011, kom fyrst fram á Alþingi var í því gert ráð fyr­ir 5% niður­skurði á út­gjöld­um til vel­ferðar­mála og 9% niður­skurði til annarra mála. Í meðför­um þings­ins minnkaði sá niður­skurður hins veg­ar og í vel­ferðar­mál­un­um endaði hann á því að verða 3%.

Gæti orðið lít­ill niður­skurður

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­inn­ar funduðu áfram í gær um fjár­laga­frum­varpið, en í fyrra­dag voru til­lög­ur frá hópi sex þing­manna, að meg­in­drátt­um í frum­varp­inu, kynnt­ar fyr­ir þing­flokk­um stjórn­ar­flokk­anna á sam­eig­in­leg­um fundi.

Í þing­manna­hópn­um eiga sæti þrír þing­menn úr hvor­um stjórn­ar­flokki, sem jafn­framt sitja í þeim þrem­ur fasta­nefnd­um þings­ins sem koma helst að fjár­laga­gerð. Úr fjár­laga­nefnd eru það Odd­ný og Björn Val­ur Gísla­son. Úr efna­hags- og skatta­nefnd Helgi Hjörv­ar og Árni Þór Sig­urðsson og úr viðskipta­nefnd þau Álf­heiður Inga­dótt­ir og Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son.

Odd­ný sagði að viðbrögð þing­manna við til­lög­um hóps­ins væru að mestu leyti góð en einnig væru þeir að „rýna til gagns“ og hefðu ýms­ar at­huga­semd­ir fram að færa. Hún sagði það ekki rétt að skoðanir manna á því hvert vægi niður­skurðar ætti að vera í fjár­lög­un­um miðað við vægi skatta­hækk­ana færi aðallega eft­ir flokkslín­um milli Sam­fylk­ing­ar og Vinstri-grænna. Miklu held­ur gengi það þvert á flokkslín­ur. „Þess vegna er meiri von til þess að við finn­um jafn­vægið á end­an­um,“ sagði Odd­ný.

Mat­ar­skatt­ur ekki lagður til

Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn lagði það til við ís­lensk stjórn­völd í júní að virðis­auka­skatts­lög­gjöf­inni hér á landi yrði breytt með þeim hætti að hann yrði flatur 20% á all­ar vör­ur, í stað þess að vera 7% á nauðsynj­ar og 25,5% á aðrar vör­ur.

Ekki verður séð af lestri yf­ir­lýs­inga stjórn­valda í tengsl­um við gerð kjara­samn­ing­anna í vor, að hækk­un eða breyt­ing virðis­auka­skatts valdi for­sendu­bresti þeirra. Í yf­ir­lýs­ingu rík­is­stjórn­ar­inn­ar frá þeim tíma sagði ein­ung­is að ekki væri ætl­un­in að breyta tekju­skatti ein­stak­linga á samn­ings­tím­an­um.

Þurfa að breyta vsk-kerf­inu

„En við þurf­um að end­ur­skoða virðis­auka­skatts­lög­gjöf­ina hjá okk­ur og taka meira mið af því sem er í ná­granna­lönd­um okk­ar og Norður­lönd­un­um og með hliðsjón af þeim atriðum sem Alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn og fleiri hafa bent okk­ur á að þurfi að breyta,“ sagði Þuríður. Hún sagði það verk­efni haustþings­ins að skoða þau mál.

Ekki rætt á fundi flokk­anna

„Við þurf­um að ná niður­stöðu í það að ná aðhaldi í rík­is­fjár­mál­um upp á 28 millj­arða króna.

Allt var uppi á borðinu, en hon­um verður ekki breytt eða hér hækkaður mat­ar­skatt­ur, það er al­veg ljóst,“ sagði Jó­hanna.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert