Suðurnesjamenn vilja fangelsi

Rockville svæðið á Suðurnesjum.
Rockville svæðið á Suðurnesjum. mbl.is/RAX

Bæj­ar­ráð Sand­gerðis­bæj­ar bend­ir á að svo­kallað Rockvil­lesvæði norðan Kefla­vík­ur­flug­vall­ar sé góður kost­ur fyr­ir bygg­ingu nýs fang­els­is og að þar sé hægt að hefja fram­kvæmd­ir nú þegar. Í þessu sam­bandi minn­ir bæj­ar­ráð á lof­orð rík­is­stjórn­ar­inn­ar um átak í at­vinnu­mál­um á Suður­nesj­um, en at­vinnu­leysi er þar mest á land­inu.

Þetta var rætt á fundi bæj­ar­ráðsins í gær.

„Það er því löngu orðið tíma­bært  að grípa til raun­veru­legra aðgerða til að snúa þessu ófremd­ar­ástandi við. Bygg­ing fang­els­is og rekst­ur þess myndi skapa fjölda starfa á þessu svæði til skemmri og lengri tíma,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.




mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert