Bæjarráð Sandgerðisbæjar bendir á að svokallað Rockvillesvæði norðan Keflavíkurflugvallar sé góður kostur fyrir byggingu nýs fangelsis og að þar sé hægt að hefja framkvæmdir nú þegar. Í þessu sambandi minnir bæjarráð á loforð ríkisstjórnarinnar um átak í atvinnumálum á Suðurnesjum, en atvinnuleysi er þar mest á landinu.
Þetta var rætt á fundi bæjarráðsins í gær.
„Það er því löngu orðið tímabært að grípa til raunverulegra aðgerða til að snúa þessu ófremdarástandi við. Bygging fangelsis og rekstur þess myndi skapa fjölda starfa á þessu svæði til skemmri og lengri tíma,“ segir í tilkynningunni.