Þriggja ára fjárhagsáætlun Reykjavíkur verður lögð fram á aukafundi í borgarstjórn klukkan 14 í dag. Björn Blöndal, aðstoðarmaður borgarstjóra staðfesti það við mbl.is.
Fundurinn var boðaður að beiðni minnihlutans í borgarstjórn.
Áætluninni átti að skila þann 14. febrúar sl. og sendi innanríkisráðuneytið í síðasta mánuði bréf til Reykjavíkurborgar þar sem vakin er athygli borgaryfirvalda á að brýnt sé að hún leggi fram þriggja ára fjárhagsáætlun.