Fjármálaráðuneytið og FME hafa gefið mismunandi útskýringar á því á hvaða lagagrunni stofnun og rekstur SpKef hafi byggst. Síðast sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, í viðtali við Mbl Sjónvarp, að sparisjóðurinn hefði verið stofnaður skv. 1. mgr. 1. gr. neyðarlaganna, en starfsleyfið hefði verið fengið með lögjöfnun.
Árný J. Guðmundsdóttir lögfræðingur segir að út frá lögskýringarreglum sé ekki hægt að stofna sjóðinn út frá heimild í 1. mgr. 1. gr. neyðarlaganna og beita svo lögjöfnun þegar kemur að starfsleyfi út frá 3. mgr. 1. gr. sömu laga.