Hlaupið til góðs í maraþoni

Frá Reykjavíkurmaraþoni.
Frá Reykjavíkurmaraþoni. Kristinn Ingvarsson

Söfnun áheita fyrir góðgerðafélög í tengslum við Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka hefur gengið mjög vel og eru áheit á keppendur í gegnum vefinn www.hlaupastyrkur.is  nú þegar orðin rúmlega 8,2 milljónir króna, sem er mun meira en á sama tíma í fyrra.

Það stefnir því í að meiri fjármunir muni renna til góðra málefna nú en á síðasta ári, en þá söfnuðust tæpar 30 milljónir. Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka fer fram þann 20. ágúst næstkomandi.

Um 4.500 hlauparar hafa skráð sig í hlaupið sem er mun meira en á sama tíma í fyrra, og því stefnir í metþátttöku í ár.

Íslandsbanki og Reykjavíkurmaraþon kynntu í fyrra nýjan áheitavef, www.hlaupastyrkur.is, sem hlauparar nýta til að safna áheitum. 

Þar geta allir sem ætla sér að safna áheitum stofnað sína eigin síðu sem vinir og vandamenn geta heimsótt og heitið á hlauparann á einfaldan hátt. 

Vefurinn hefur notið mikilla vinsælda meðal hlaupara en rúmlega 1.700 hlauparar hafa skráð sig á hann. Fimm hlauparar hafa t.d. náð að safna yfir 200.000 kr. fyrir góð málefni, og sá sem hefur safnað mest hefur þegar náð 572.500 kr.

Ellefu dagar eru fram að Reykjavíkurmaraþoninu. Hægt er að skrá sig í hlaupið á www.marathon.is og byrja að safna áheitum á www.hlaupastyrkur.is.  
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert