Jafnvel gert að hafa íslenska leiðsögumenn með í för

Katrín Júlíusdóttir.
Katrín Júlíusdóttir. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Frumvarp til laga um ferðamál verður lagt fyrir Alþingi í haust. Í því er mælt fyrir um að allir leyfisskyldir ferðaskipuleggjendur og ferðaskrifstofur skuli leggja fram öryggis- og viðbragðsáætlun.

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, segir í samtali við RÚV að mikil áhersla hafi verið lögð á ferðamál í ráðuneytinu undanfarin misseri. Frumvarp til laga um ferðamál sé tilbúið og samhliða því verði sett reglugerð um hvernig það skuli útfært. Katrín bendir hins vegar á að leyfi til rekstrar ferðaskrifstofa í Evrópu séu sambærileg milli landa.

Katrín segir að til greina komi að gera það að skyldu að hafa íslenska leiðsögumenn með í ferðum á vegum erlendra ferðaskrifstofa. Hún bendir þó á að mikilvægt sé að jafnræðis sé gætt samkvæmt lögum Evrópusambandsins.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert