Mikil hækkun veiðigjalds

Stjórnarflokkarnir funduðu um fjárlagagerðina fyrr í vikunni.
Stjórnarflokkarnir funduðu um fjárlagagerðina fyrr í vikunni. mbl.is/Ernir

Allt stefnir í að veiðigjaldið muni hækka umtalsvert, mun meira en Alþingi ákvað síðastliðið vor. Á yfirstandandi fiskveiðiári var gjaldið 6,44 krónur á hvert kíló en nú er rætt um að það verði hækkað í 13 krónur á kílóið.

Í fréttaskýringu um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir, að ekki hafi fengist uppgefið hversu miklum tekjum hækkuninni er ætlað að skila í ríkissjóð.

Alþingi samþykkti í vor að hækka gjaldið úr 9,5% í 13,3% af reiknaðri framlegð og í kjölfarið gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð um að veiðigjald komandi fiskveiðiárs yrði 9,46 krónur af hverju lönduðu þorskígildi. Áætlað var að þessi hækkun myndi skila 4,5 milljörðum til ríkisins og áætla má að hækkun í 13 krónur á kílóið myndi skila 2,5–3 milljörðum til viðbótar.

Að óbreyttu stefnir í 45 milljarða króna halla á ríkissjóði á næsta ári og stjórnarþingmenn reyna nú við fjárlagavinnu að finna leiðir til að minnka hann í 17 milljarða. Ekki hefur enn náðst endanlegt samkomulag um stóru fjárhæðirnar í fjárlagafrumvarpinu en ekki er ráðgert að niðurskurður skili nema um fjórðungi aðhaldsaðgerða.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert