Send heim fyrr en áætlað var

Eftirlits- og björgunarflugvél Landhelgisgæslunnar, TF-Sif, er á leiðinni heim, talsvert fyrr en áætlað var, eftir að hafa sinnt landamæraeftirliti í Miðjarðarhafinu frá því í lok maí.

„Sif er að koma heim nú um helgina. Frontex, Landamæraeftirlitsstofnun Evrópusambandsins, tók þá ákvörðun að í bili væri verkefnum hennar lokið. En hún fer hugsanlega út aftur í haust,“ segir Hrafnhildur Brynja Stefánsdóttir, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar.

Áætlað var að Sif yrði við störf fyrir Frontex út september, fyrst í Miðjarðarhafinu út ágúst og svo í Senegal. „Planinu var breytt hjá Frontex. Evrópuþingið er ekki búið að taka ákvörðun um viðbótarfjármagn í þetta landamæraeftirlit og því var ekki hægt að halda áfram með verkefni eins og þau voru upphaflega áætluð,“ segir Hrafnhildur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert