Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að stjórnvöld hafi brotið lög þegar þau fóru sjálf með eignarhluta sinn í SpKef og Byr í stað Bankasýslu ríkisins.
„Það kemur skýrt fram í 1. gr. laga um Bankasýslu ríkisins að hún fari með eignarhluti ríkisins í fjármálafyrirtækjum. Hún hefur hins vegar ekkert komið nálægt málefnum Byrs og SpKef.“