Þyrla send til leitar

Maðurinn gat ekki gefið nánari upplýsingar um hvar hann værri …
Maðurinn gat ekki gefið nánari upplýsingar um hvar hann værri staddur. mbl.is/Siggeir

Búið er að kalla út björgunarsveit og leitarhund Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum til leitar að spænskum ferðmanni sem er villtur og meiddur. Nú fyrir skömmu var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út til aðstoða björgunarsveitina við leitina.

Seinnipartinn í dag barst tölvupóstur frá Spáni til Slysavarnafélagsins Landsbjargar þar sem tilkynnt var að spænskur ferðamaður væri í vanda á Vestfjörðum. Ferðamaðurinn, sem var á göngu, er villtur og snúinn á ökkla. Maðurinn náði að hafa samband við ættingja sinn í heimalandinu, sem í framhaldinu sendi póst til Slysavarnafélagsins, er að því fram kemur í tilkynningu frá félaginu.

Maðurinn gat ekki gefið nánari upplýsingar um hvar hann værri staddur. Talið er að hann hafi gengið upp úr Mjóafirði, Skutulsfirði eða Hestsfirði. Hann sagðist sjá ofan í einhvern fjörð og væri við hliðina á vatni.

Merki frá síma mannsins hefur verið miðað út og bendir það til þess að hann sé staddur í Skötufirði eða Hestsfirði og segir í tilkynningu frá félaginu að lögð sé áhersla á að leita á því svæði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert