Samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Capacent gerði fyrir Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum, eru 64,5% kjósenda á Íslandi andvíg inngöngu í Evrópusambandið. Rúmur þriðjungur, eða 35,5%, er hins vegar hlynntur því að gengið verði í sambandið.
Fram kemur á heimasíðu Heimssýnar að í sambærilegri könnun sem Capacent hafi unnið fyrir samtökin og birt var í júní hafi 57,3% sagst vera andvíg inngöngu í ESB en 42,7% verið henni fylgjandi.
Könnunin byggist á 868 svörum sem aflað var í maí, júní og júlí en spurt var: „Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)?“