Vaxandi andstaða við aðild að ESB

AP

Sam­kvæmt nýrri skoðana­könn­un sem Capacent gerði fyr­ir Heims­sýn, hreyf­ingu sjálf­stæðissinna í Evr­ópu­mál­um, eru 64,5% kjós­enda á Íslandi and­víg inn­göngu í Evr­ópu­sam­bandið. Rúm­ur þriðjung­ur, eða 35,5%, er hins veg­ar hlynnt­ur því að gengið verði í sam­bandið.

Fram kem­ur á heimasíðu Heims­sýn­ar að í sam­bæri­legri könn­un sem Capacent hafi unnið fyr­ir sam­tök­in og birt var í júní hafi 57,3% sagst vera and­víg inn­göngu í ESB en 42,7% verið henni fylgj­andi.

Könn­un­in bygg­ist á 868 svör­um sem aflað var í maí, júní og júlí en spurt var: „Ertu hlynnt(ur) eða and­víg(ur) aðild Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB)?“ 

Heimasíða Heims­sýn­ar

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert