Áhrif skattahækkana á neyslu vanmetin

Tekjur af tóbakssölu hafa aukist þrátt fyrir auknar álögur.
Tekjur af tóbakssölu hafa aukist þrátt fyrir auknar álögur. reuters

Þrátt fyrir umtalsverðar skattahækkanir hafa tekjur ríkissjóðs af ýmsum skattstofnum ekki haldið í við væntingar stjórnvalda. Í sumum tilvikum hefur tekjuaukningin raunar verið óralangt frá hækkunarhlutfallinu – ef einhver aukning hefur yfirhöfuð orðið.

Líkt og fjallað var um í Morgunblaðinu í gær hefur skattkerfið tekið örum breytingum síðustu misseri, skattstofnum fjölgað verulega og skatthlutfall í flestum tilvikum hækkað. Í töflunni hér til hliðar má sjá þróun tekna ríkissjóðs af áfengis- og tóbaksgjöldum, vörugjöldum af bensíni og olíuskatti.

Í umfjöllun um skattamálin í Morgunblaðinu í dag segir, að frá árinu 2009 hefur tóbaksgjald verið hækkað um 35,4-35,5% og áfengisgjald um 27,8-31,6%. Þetta eru þeir vöruflokkar af hverjum skattheimta er gjarnan aukin fyrst, þar sem teygni eftirspurnar – sérstaklega eftir tóbaki – er talin lítil. Sú kenning, að verðbreytingar hafi lítil áhrif á neytandann, virðist hafa staðist í tilfelli tóbaksins, en tekjur af tóbakssölu jukust töluvert á milli ára og raunar umfram það sem reiknað var með á fjárlögum.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka