Ferðatrukkur sökk í aurbleytu

Þýski ferðatrukkurinn situr fastur í aurbleytunni.
Þýski ferðatrukkurinn situr fastur í aurbleytunni.

Þýskur ferðamaður á leið frá línuveginum sem liggur norður fyrir Skjaldbreið að Hagavatni varð fyrir því óláni að trukkur hans sökk í aurbleytu.

„Það er ekki beint hægt að kalla þetta utanvegaakstur. Hann var að fylgja hjáleið sem hefur myndast þar sem vegurinn sem liggur með hlíðinni er nánast ófær. Brautin hefur borið léttari bíla, en þessi mikli trukkur sökk,“ segir Bjarni Daníelsson, formaður Björgunarsveitarinnar Ingunnar á Laugarvatni. Beltagrafa var fengin til að draga bílinn upp í gærkvöldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert