Gerir alvarlegar athugasemdir við framgöngu Marðar

Mörður Árnason
Mörður Árnason mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Jón Bjarna­son, land­búnaðar- og sjáv­ar­út­vegs­ráðherra, hef­ur sent for­mönn­um sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar, ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og um­hverf­is­nefnd­ar Alþing­is bréf vegna um­mæla sem féllu á sam­eig­in­leg­um  fundi nefnd­anna í gær um mál­efni Alþjóða hval­veiðiráðsins. Ger­ir hann al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu Marðar Árna­son­ar, for­manns um­hverf­is­nefnd­ar, í kjöl­far fund­ar­ins.

„Ráðuneytið vís­ar til fund­ar sem hald­inn var í gær með sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd, ut­an­rík­is­mála­nefnd og um­hverf­is­nefnd Alþing­is. Til­efni fund­ar­ins var að veita upp­lýs­ing­ar um mál­efni Alþjóðahval­veiðiráðsins frá árs­fundi ráðsins í sum­ar, en mál­efni hval­veiða falla und­ir verksvið sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðar­nefnd­ar og ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar. Á fund­inn mættu auk ráðherra ráðuneyt­is­stjóri, skrif­stofu­stjóri, aðal- og var­a­full­trú­ar Íslands í Alþjóðahval­veiðiráðinu ásamt for­stjóra Haf­rann­sókna­stofn­un­ar­inn­ar.

Þing­menn spurðu margra spurn­inga sem ráðherra og emb­ætt­is­menn reyndu að leysa úr eft­ir fremsta megni og umræður voru al­mennt mál­efna­leg­ar.

Aug­ljóst var að skipt­ar skoðanir voru um hval­veiðar hjá þeim þing­mönn­um sem tjáðu sig á fund­in­um. Eft­ir sem áður ligg­ur fyr­ir að Alþingi Íslend­inga ályktaði árið 1999 að hval­veiðar skyldu stundaðar frá Íslandi. Þeirri álykt­un hef­ur ekki verið breytt og eft­ir henni er unnið. Fram­ganga sendi­nefnd­ar Íslands á fram­an­greind­um árs­fundi Alþjóðahval­veiðiráðsins var í fullu sam­ræmi við þessa stefnu­mót­un að mati ráðuneyt­is­ins.

Sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra árétt­ar að mál þetta tak­mark­ast ekki við hval­veiðarn­ar sjálf­ar þótt þær skipti auðvitað sínu máli í efna­hags­legu til­liti. Hér er á ferðinni marg­falt stærra hags­muna­mál sem lýt­ur að rétt­in­um til sjálf­bærra veiða á lif­andi auðlind­um hafs­ins. Ráðherra tel­ur að ský­laus rétt­ur til sjálf­bærra veiða skipti höfuðmáli fyr­ir þessa þjóð sem er svo háð sjáv­ar­út­vegi þegar til allr­ar framtíðar er litið og und­ir það er að sjálf­sögðu tekið í þings­álykt­un Alþing­is.

Ráðuneytið ger­ir hins veg­ar al­var­leg­ar at­huga­semd­ir við fram­göngu Marðar Árna­son­ar, for­manns um­hverf­is­nefnd­ar, í kjöl­far þessa fund­ar. Mörður kýs að tjá sig um efni fund­ar­ins á ver­ald­ar­vefn­um og full­trúa ráðuneyt­is­ins í hon­um með einkar ósmekk­leg­um hætti, en þess ber að geta að Árni Þór Sig­urðsson, formaður ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar og fund­ar­stjóri, kynnti í upp­hafi fund­ar að um væri að ræða lokaðan fund þar sem ætl­ast væri til að menn gætu átt hrein­skiptn­ar umræður.

Ráðuneyt­in og emb­ætt­is­menn þeirra hafa fram að þessu getað veitt upp­lýs­ing­ar og átt heil­brigðar og mál­efna­leg­ar umræður á fund­um með nefnd­um Alþing­is án þess að eiga það á hættu að ráðist sé að þeim með svig­ur­yrðum og upp­nefn­um á op­in­ber­um vett­vangi. Von­ast er til að svo megi vera áfram," seg­ir í bréfi ráðherra.      



 
 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert