Hörð gagnrýni á ráðherra

Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði.
Langreyður skorin í Hvalstöðinni í Hvalfirði. mbl.is/Ómar

Stjórnarþingmenn gagnrýndu störf Jóns Bjarnasonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, harðlega á sameiginlegum fundi utanríkismála-, sjávarútvegs- og landbúnaðar- og umhverfisnefndar í gærmorgun.

Fundarefnið var framganga íslensku sendinefndarinnar á 63. ársfundi Alþjóðahvalveiðiráðsins í júlí síðastliðnum. Íslenska sendinefndin gekk þá af fundi ásamt fulltrúum Noregs og Japans til að koma í veg fyrir að fundurinn væri ályktunarhæfur og hægt væri að greiða atkvæði um mjög umdeilda tillögu Suður-Ameríkuríkja um stofnun griðasvæðis í Suður-Atlantshafi.

Að sögn heimildarmanna Morgunblaðsins gagnrýndu stjórnarliðar – þá helst Árni Þór Sigurðsson og Mörður Árnason en einnig Álfheiður Ingadóttir, Þuríður Backman og Ólína Þorvarðardóttir – ráðherrann „nokkuð harkalega“ fyrir framgöngu íslensku sendinefndarinnar. Fulltrúar stjórnarandstöðu báru hins vegar blak af ráðherranum og lýstu jafnframt yfir furðu sinni á störfum stjórnarliða enda hefði sendinefndin einungis staðið vörð um réttmæta hagsmuni Íslendinga á fundinum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert