Hvalur elti makríl í Viðey

Hvalurinn, sem sást við strendur Viðeyjar í gær.
Hvalurinn, sem sást við strendur Viðeyjar í gær. Sérferðir/Magnús Axelsson

Ferðalanga sem voru á leið í lundaskoðunarferð í Lundey í gær rak í rogastans þegar þeir ráku augun í hrefnu í fjörunni í Viðey.

„Það er ekki oft sem maður sér hvali svona nálægt Viðey,“ segir Magnús Axelsson, leiðsögumaður hjá Sérferðum. „Hann var greinilega að elta makrílinn, sjórinn hreinlega bullsauð af makríl á þessum slóðum.“

Magnús siglir reglulega um Viðeyjarsund, en segist afar sjaldan sjá hvali á þessum slóðum. Greinilegt sé að makríllinn lokki þá nær landi.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert