Nóg komið af niðurskurði á LSH

Björn Zoëga
Björn Zoëga

Landspítalinn þolir ekki áframhaldandi niðurskurð án þess að eitthvað láti  undan í þjónustunni, að því er fram kemur í máli Björns Zoëga, forstjóra spítalans. Hann varar við kröfu sem sett er í fjárlagafrumvarpi um 1,5% niðurskurð í velferðarmálum og segir að komið sé nóg.

„Ég leyfi mér að fullyrða að engin önnur stofnun hefur þurft að skera jafn mikið niður síðan kreppan skall á og Landspítalinn," segir Björn í vikulegum föstudagspistli sínum á vef LSH. Máli sínu til stuðnings bendir hann á að heildarútgjöld hafi frá árinu 2008 lækkað um 8.608 milljónir. „Þetta er 23%, ég endurtek, 23% niðurskurður!!" segir Björn. Starfsmönnum spítalans hafi fækkað um 11,5%, úr 5.218 í janúarlok 2009 í 4.621 í maílok sl. "Þetta allt höfum við gert án þess að sjáanlegur munur sé á þjónustu við sjúklinga eða að biðlistar hafi lengst," segir Björn.

Hann segir að krafa sem gerð sé á velferðarráðuneytið um 1,5% niðurskurð í fjárlagafrumvarpi næsta árs hljómi kannski ekki mikið í eyrum sumra, „en hjá okkur er komið nóg!"

„Það er komið nóg! Spítalinn mun þurfa að skera niður þjónustu og hætta að veita vissa þjónustu ef haldið verður áfram á þessari braut," segir Björn og sendir baráttukveðjur til starfsfólks spítalans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert