„Þýðir aðeins töpuð störf“

„Ég held að þessi aðferð þeirra komi langverst niður á smærri fyrirtækjunum,“ segir Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjörns, eins stærsta útgerðarfyrirtækis landsins, um hugmyndir stjórnarþingmanna um að hækka veiðigjald í 13 krónur á þorskígildiskílóið strax á næsta fiskveiðiári, sem hefst í september.

Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í gær. Aðgerðin á að sögn þingmanna að skila ríkissjóði milljarðatekjum.

Í umfjöllun um þetta mál í blaðinu í dag segir Eiríkur það skjóta mjög skökku við ef þetta verði gert á sama tíma og forsætisráðherra talar um að í fjárlagavinnunni fyrir 2012 eigi að hlífa litlum og meðalstórum fyrirtækjum. „Þeir eru alls ekki að því, það er þveröfugt,“ segir hann. Þá gildi eitthvað annað ef þessi litlu og meðalstóru fyrirtæki séu í sjávarútvegi. Miklu meiri líkur séu á því að stóru fyrirtækin geti hagrætt til að mæta þessu. „Svo er líka hitt að ef við þurfum að fara í hagræðingaraðgerðir til að mæta þessum kostnaði þá þýðir það aðeins töpuð störf og minni fjárfestingu,“ segir Eiríkur.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert