Fjölmenni á blómstrandi dögum

Það er margt um manninn í Hveragerði í dag
Það er margt um manninn í Hveragerði í dag

Talið er að um tíu þúsund manns hafi lagt leið sína til Hveragerðis í dag þar sem bæjarhátíðin Blómstrandi dagar fer fram.

Einn af hápunktum hátíðarinnar er Ísdagur Kjöríss sem fram fer á bílaplani verksmiðjunnar. Þar rennur ís talinn í þúsundum lítra ofan í gesti en biðraðir hafa myndast við básana þar sem fólk getur smakkað ólíkar ístegundir eins og chiliís, sláturís, rúgbrauðsís og koníaksís.

Dagskrá Blómstrandi daga í Hveragerði heldur svo áfram í kvöld með brennu í Lystigarðinum og balli á Hótel Örk með hljómsveitinni Á móti sól. Á morgun verður ýmislegt í boði í bænum eins og grænmetismarkaður, töfrabragðanámskeið og fleira.
 

Ís er góður
Ís er góður
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert