Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara, segir að krafa leikskólakennara sé skýr í kjaraviðræðum sínum. Næsti fundur í deilunni fer fram á mánudag og boðað hefur verið til allsherjarverkfalls 22. ágúst.
„Þetta eru ekki frekir leikskólakennarar að heimta meiri peninga, staðreyndin er bara sú að við höfum dregist aftur úr. Við viljum fá 11% leiðréttingu á okkar launum. Það þýðir um fimmtán þúsund krónur í vasa kennara eftir skatta og önnur gjöld, og það nægir varla fyrir einni ferð í Bónus.“