Skrifar blóðugar fantasíusögur

Elí Freysson
Elí Freysson mbl.is/Skapti Hallgrímsson

„Þetta eru sög­ur fyr­ir ung­linga og full­orðna, dá­lítið blóðugar, ger­ast í skálduðum heimi á miðöld­um. Þarna eru ófreskj­ur, galdr­ar, aft­ur­göng­ur...“ Svo lýs­ir Elí Freys­son efnivið fant­asíu­bóka sinna. Fyrsta bók­in kem­ur út hjá Sög­um í haust en Elí er líka bú­inn með næstu tvær og vinn­ur nú að þeirri fjórðu. Ítar­legt viðtal er við hann í Sunnu­dags­mogg­an­um.

Elí er tæp­lega þrítug­ur Ak­ur­eyr­ing­ur með Asp­er­ger-heil­kenni. Auk skrifta vinn­ur hann sem lag­ermaður í Nettó. Hann hef­ur feng­ist við skrift­ir í nærri ára­tug og ár­ang­ur erfiðis­ins kem­ur senn í ljós. Tóm­as Her­manns­son hjá Sög­um tók Elí vel þegar hann sendi hon­um póst með þrem­ur löng­um fant­asíu­sög­um, til­bún­um til út­gáfu. „Ég var bú­inn að prófa all­ar út­gáf­ur á Íslandi nema tvær þegar ég talaði við Tóm­as. Menn hafa sjálfsagt ekki þorað að gefa út sögu eft­ir al­gjör­lega óreynd­an mann,“ seg­ir Elí sem var him­in­lif­andi þegar Tóm­as ákvað að gefa sög­urn­ar út. Elí vinn­ur nú að því að þýða kafla úr bók­inni á ensku því Tóm­as ætl­ar að sýna hann á bókaráðstefn­unni í Frankfurt í októ­ber.

Læt­ur ímynd­un­ar­aflið ráða

Meðvitaður um hefðir forms­ins

Meist­ari hinna blindu
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert