„Verst fyrir almenning“

Umferð dregst víða saman á landinu.
Umferð dregst víða saman á landinu. mbl.is

Umferð á höfuðborgarsvæðinu dróst saman í júlí um 4% frá því á sama tíma í fyrra. Frá áramótum hefur umferðin dregist saman um 3,2%.  

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, segir þessi tíðindi ekki koma á óvart. „Þetta er sama niðurstaða og hefur verið annars staðar á landinu. Fólk dregur úr notkun einkabíla vegna orkuverðsins.“

Hann bætir við að jafnframt staðfesti þessar niðurstöður hugmyndir FÍB um að ekki eigi að hækka gjöld og skatta á eldsneyti þegar heimsmarkaðsverðir hækkar stöðugt. „Þetta kemur sér mjög illa fyrir almenning og bitnar á þeim sem eiga ekki mikið milli handanna og geta ekki hitt sína nánustu og farið í ferðalög.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert