Slökkvistarfi er að mestu lokið að Gjáhellu 4 í Hafnarfirði en eldur kviknaði í plastkari með magnesíum í nú skömmu fyrir klukkan tvö. Um iðnaðarhúsnæði er að ræða.
Mikinn reyk lagði frá húsinu og var slökkviliðið með mikinn viðbúnað.
Engin slys urðu á fólki og er slökkviliðið að reykræsa húsið, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.