Sakar Bjarna um að kaupa sér formannsstól

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is

„Bjarni Benediktsson tilkynnti núna um helgina að hann yrði einn í kjöri þegar valinn verður formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundinum í haust. Við sama tækifæri tilkynnti hann þau nýju viðhorf sín að Íslendingar ættu að draga til baka aðildarumsóknina að Evrópusambandinu,“ segir Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, í pistli á heimasíðu sinni undir fyrirsögninni „Keyptur formannsstóll“.

Mörður segir Bjarna ekkert hafa sagt um stöðu íslenska ríkisins innan efnahagssvæðis Evrópu eða um hugsanlegar leiðir í gjaldmiðlamálum aðrar en að taka upp evruna sem Bjarni hafi hafnað af sama tilefni.

„Þess þurfti heldur ekki. Öllum er ljóst samhengið milli tilkynninganna tveggja í ræðu Bjarna,“ segir Mörður.

Heimasíða Marðar Árnasonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert